Vegan

  • aktivismi,  Blog,  Vegan

    The Official Animal Rights March 2018 í London

     

    Þann 25. ágúst komu saman í kringum 10.000 veganar í kröfugöngu þar sem barist var fyrir þeim sem get ekki barist fyrir sér sjálf – dýrunum. Mótmælt var gegn dýraiðnaðnum og allri hagnýtingu dýra. Þessi ganga hefur verið gengin tvisvar áður en árið 2016 mættu 2500 veganar, árið eftir voru það 5000 veganar sem þrömmuðu um stræti London. Gangan í ár var því sú stærsta hingað til. Einnig var og verður gengið í hinum ýmsu borgum vítt um heiminn.

    Við fórum saman smá hópur frá Íslandi.

    Comments Off on The Official Animal Rights March 2018 í London
  • Blog,  Lífið og tilveran,  Vegan

    Skókaup

     

    Nú er ég búin að vera að leita mér að fallegum góðum götuskóm í góðan tíma. Ég er með kröfur, ég vil alveg svarta skó, þægilegir, með góðum botni, mjúkir að innan, fallegir, klassískir og aðal atriðið var ekki úr leðri. Ég er búin að fara á milli búða og skoða og skoða og virtist ekki vera finna neitt. Allir skór sem mér fannst fallegir voru annað hvort óþægilegir eða úr leðri.

    Loksins fann ég skó sem tikkuðu í öll boxin og ekki skemmdi fyrir að það var 70% afsláttur af þeim.

     

    Skórnir eru frá merkinu Super Cracks og fást hjá Skórnir þínir í Smáralind.

     

     

  • Vegan

    Hvað þýðir “cruelty free”

    Í snyrtivöru heiminum er notast við hugtakið “cruelty free” þegar átt er við vörur og innihalds efni sem ekki eru prófuð á dýrum. Í raun getur hver sem er sagt að fyrirtækið þeirra prófi ekki vöruna sína á dýrum. Þó eru til nokkrar stofnanir sem hafa sett upp ákveðin staðal sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að fá að hafa merki stofnuninnar á vörunni sinni. Þrjú merki eru þekktust en það eru merki frá PETA, Leaping Bunny og Choose Cruelty Free. Þessar stofnanir hafa allar sett saman sinn staðal og leiðir til að fylgja honum eftir.
    PETA kanínan er sennilega þekksta “cruelty free” merkið. PETA setur fram spurningarlista og fer fram á undirskrifaða staðhæfingu, hinsvegar fylgist PETA ekki með hvort fyrirtæki sé að segja satt. Einnig þarf fyrirtækið ekki að sækja um merkið nema einu sinni, heldur setur PETA það í hendur fyrirtækisins að láta vita ef eitthvað breytist í framleiðslu þeirra. Fyrirtæki sem halda fram að þau prófi ekki á dýrum, nema þar sem því er krafist með lögum, geta einnig fengið merkið frá PETA. Í spurningarlista PETA er farið fram á að birgjar sem verslað er við prófi ekki á dýrum hinsvegar er hvergi farið fram á staðfestingu aðeins staðhæfingu frá fyrirtækinu. Hægt er að fá bæði merki sem staðfestir að fyrirtækið prófi ekki á dýrum og einnig að vara fyrirtækisins sé vegan, þ.e. Innihaldi engar dýraafurðir.
    Leaping Bunny er alþjóðlega viðurkenndur vottunarstaðall og er sennilega með strangasta staðalinn. Til þess að fá að bera kanínu merkið frá þeim fer Leaping Bunny fram á að fyrirtæki geti sýnt fram á að birgjarnir þeirra prófi ekki á dýrum, fyrirtækin þurfa að endurnýja umsókina sína árlega og gætu lent í endurskoðun. Einnig fá þau fyrirtæki sem selja til meginlands Kína ekki stimpil frá Leaping Bunny vegna reglna um innfluttar snyrtivörur til Kína. Þó geta fyrirtæki, sem eru í eigu fyrirtækja sem prófa á dýrum, fengið vottun, en þau þurfa að sýna fram á að dótturfyrirtækið sé sjálfstætt fyrirtæki með sjálfstæðan rekstur og birgja.
    Choose Cruelty Free (CCF) er óháð stofnun frá Ástralíu sem er rekin að mestu af sjálfboðaliðum. Til þess að komast á listann þeirra þarf fyrirtækið að skila inn spurningarlista og skrifa undir bindandi samning. CCF fer fram á að fyrirtæki sé ekki í eigu fyrirtækis sem prufar á dýrum og er einnig með ákveðnar reglur um notkun innihaldsefna sem búin eru til úr dýrum eða dýraafurðum. Ekki er farið fram á að fyrirtækið endurnýi umsóknina sína en þó geta þau lent í því að CCF fari fram á að spurningarlistanum sé svarað upp á nýtt og þannig fylgjast þau með fyrirtækjunum á listanum. CCF tekur eingöngu fyrir allt fyrirtækið en ekki einstök merki eða línur innan fyrirtækisins.
    Heimildir: