Blog

  • aktivismi,  Blog,  Vegan

    The Official Animal Rights March 2018 í London

     

    Þann 25. ágúst komu saman í kringum 10.000 veganar í kröfugöngu þar sem barist var fyrir þeim sem get ekki barist fyrir sér sjálf – dýrunum. Mótmælt var gegn dýraiðnaðnum og allri hagnýtingu dýra. Þessi ganga hefur verið gengin tvisvar áður en árið 2016 mættu 2500 veganar, árið eftir voru það 5000 veganar sem þrömmuðu um stræti London. Gangan í ár var því sú stærsta hingað til. Einnig var og verður gengið í hinum ýmsu borgum vítt um heiminn.

    Við fórum saman smá hópur frá Íslandi.

    Comments Off on The Official Animal Rights March 2018 í London
  • Blog,  Lífið og tilveran,  Vegan

    Skókaup

     

    Nú er ég búin að vera að leita mér að fallegum góðum götuskóm í góðan tíma. Ég er með kröfur, ég vil alveg svarta skó, þægilegir, með góðum botni, mjúkir að innan, fallegir, klassískir og aðal atriðið var ekki úr leðri. Ég er búin að fara á milli búða og skoða og skoða og virtist ekki vera finna neitt. Allir skór sem mér fannst fallegir voru annað hvort óþægilegir eða úr leðri.

    Loksins fann ég skó sem tikkuðu í öll boxin og ekki skemmdi fyrir að það var 70% afsláttur af þeim.

     

    Skórnir eru frá merkinu Super Cracks og fást hjá Skórnir þínir í Smáralind.