The Official Animal Rights March 2018 í London
Þann 25. ágúst komu saman í kringum 10.000 veganar í kröfugöngu þar sem barist var fyrir þeim sem get ekki barist fyrir sér sjálf – dýrunum. Mótmælt var gegn dýraiðnaðnum og allri hagnýtingu dýra. Þessi ganga hefur verið gengin tvisvar áður en árið 2016 mættu 2500 veganar, árið eftir voru það 5000 veganar sem þrömmuðu um stræti London. Gangan í ár var því sú stærsta hingað til. Einnig var og verður gengið í hinum ýmsu borgum vítt um heiminn.
Við fórum saman smá hópur frá Íslandi.
Stemningin fyrir gönguna var mjög góð, mikill fjöldi af fólki með alls konar skilti með vegan skilaboðum. Þarna var fólk af öllum aldri, öllum kynjum, stærðum og gerðum. Allir komnir af sömu ástæðu – til þess að berjast fyrir dýrin.
Gangan fór svo af stað og tók tæplega þrjá klukkutíma. Þrjá klukkutíma þar sem við létum í okkur heyra og tókum pláss. Umferð var stöðvuð, lögreglan gekk með okkur til þess að passa að allt færi friðsamlega fram. Mikil læti voru í göngunni og fór hún ekki fram hjá neinum.
Orkan í göngunni var alveg rosaleg og ég fylltist miklum baráttuanda við að sjá allt þetta fólk vera saman komið. Öll þurfum við að standa saman og berjast saman að sameiginlegu markmiði og hætta allri hagnýtingu dýra. Ef allur þessi stóri hópur tekur sig saman og lætur vaða verður baráttan auðveldari.
Eftir gönguna safnaðist hópurinn saman í Hyde Park þar sem við hlustuðum á ræður frá nokkrum aktivistum.
Skil hér eftir linka á tvær ræður sem allir ættu að hlusta á: Earthling Ed og Evanna Lynch (Luna Lovegood)
Ég mæli algjörlega með að fara á næsta ári og taka þátt í göngunni. Þessi ferð gaf mér svo margt, ég elfdist í aktivismanum, ég kynntist betur samferðafólkinu mínu, hittum aftur tvo aktivista sem voru með námskeið í sumar og styrktum tengslanetið okkar.
Við nýttum ferðina og tókum einnig þátt í alheims-sannleiks-kubb. Þar sem þátttakendur voru svo margir var ákveðið að skipta upp í 6 kubba vítt um borgina. Við völdum að fara í kubb á Leicester square en þar var hópnum svo enn aftur skipt upp í tvo tólf manna kubba. Þegar við mættum á svæðið var hellidemba og hélt áfram að rigna alveg þangað til að skipuleggjendurnir ákváðu að hætta kubbnum töluvert fyrir áætlun þar sem hann var ekki að skila árangri og allir voru orðnir rennandi blautir. Hægt er að lesa meira um hvernig sannleiks-kubbur virkar með því að kíkja á þessa síðu. Einnig er hægt að ganga til liðs við okkur með því að sækja um inngöngu í facebook hópinn okkar: AV: Reykjavík, Iceland.
Fyrir utan að aktivistast þá heimsóttum við hina ýmsu vegan veitingastaði og kíktum aðeins á helstu túristastaðina.
Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri myndir frá göngunni.