Uncategorized

Fyrsta bloggið

Aldrei datt mér í hug að ég færi að blogga. En upp á síðkastið hefur blundað í mér einhver þörf fyrir að koma orðum á blað. Eftir tæplega 4 ár utan vinnumarkaðins vegna veikinda Björgvins Unnars þá finnst mér vera kominn tími á að ég geri eitthvað fyrir sjálfa mig. Því ætla ég að gera þetta fyrir mig. Ég ætla að skrifa um lífið mitt, kvíðann, einangrunina sem fylgir því að vera heima, snyrtivörur, vegan lífstílinn, líkamsvirðingu,  Björgvin Unnar og allt annað sem mér dettur í hug.